Stuttar blöðkur vs. langar blöðkur: hvenær á að nota hvað.

Hvort sem þú ert að synda þér til afþreyingar eða æfa fyrir keppni, þá eru blöðkur ómissandi í netapokanum þínum. Hins vegar eru ýmsar lengdir og sundtök sem þarf að huga að og getur það verið krefjandi að ákvarða hvaða blöðkur henta best fyrir hvaða sundtak. Til þess að hjálpa þér að skilja muninn á stuttum og löngum blöðkum ætlum við að fara yfir þetta hér að neðan.

Stuttar blöðkur


Stuttar blöðkur eru algengar í æfingapokum bæði byrjenda og lengra komna og eru hannaðir til að stuðla að stöðugra sparki. Með því að leyfa íþróttamönnum að líkja eftir náttúrulegum keppnishraða, styrkja stuttar blöðkur sundmenn til að auka hraða, auka jafnvægi og bæta tækni í efri hluta líkamans. Vegna þess að stuttar blöðkur eru hannaðar til að auka framdrif og aflmagn í vatni, hafa þær tilhneigingu til að vera vinsæll búnaður meðal þjálfara. Hins vegar, þegar þú kaupir stuttar blöðkur, er lengd ekki eini þátturinn sem þarf að hafa í huga.

Efni, þægindi, lögun og þyngd eru allt mikilvægir þættir í stuttum blöðkum. Til dæmis mun blaðka með hornflötu yfirborði mynda sparkviðnám upp á við í vatninu. Þetta mun aftur neyða sundmann til að beita meiri orku á meðan á sundi stendur. Fyrir keppnis íþróttamenn er mikilvægt að byggja upp fótastyrk í sundtökunum.

Langar blöðkur


Langar blöðkur veita sundfólki framdrifin sundtök með því að hjálpa til við að lyfta fótleggjum og mjöðmum sem er nauðsynlegt til að komast auðveldara í gegnum vatnið. Þær henta mjög vel byrjendum og lengra komnum sem synda sér til afþreygingar. Langar blöðkur eru hannaðar til að skapa meiri mótstöðu og sveigjanleika í hverju fótataki. Langar blöðkur henta því vel sundfólki sem leitar að þægindum, auðveldum hreyfingum og meiri hraða í sundinu.

Aquasport.is

Fleiri færslur

Sund
Johanna

Kostir sundiðkunar

Sund er frábær æfing að því leytinu til að þú hreyfir allan líkamann gegn mótstöðu vatnsins og notar hvern einn og einasta vöðva í líkamanum

Read More »
Sundfit blöðkur
Blöðkur
Johanna

Hvernig blöðkur henta þér?

Þessa spurningu fáum við reglulega og það er ekki til neitt eitt rétt svar við þessari spurningu. Það eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í

Read More »