Hvernig blöðkur henta þér?

Sundfit blöðkur

Þessa spurningu fáum við reglulega og það er ekki til neitt eitt rétt svar við þessari spurningu. 
Það eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga þegar blöðkur eru valdar. 
Í hvað ætlar þú að nota blöðkurnar? Viltu meiri mótstöðu? Meiri hraða? Byggja upp styrk?
Einnig þarf að taka mið af því ef þú ert að æfa sund og þjálfari ráðleggur ákveðnar blöðkur er það yfirleitt með ákveðnu markmiði í huga.

  • Lang vinsælustu blöðkurnar á markaðnum í dag eru stuttar og breiðar blöðkur (DMC). Þær eru úr mjög mjúku silikon efni og eru því einstaklega þægilegar. Þær hjálpa við það að gera rétt fótatak ásamt því að koma í veg fyrir krampa og verki í hnjám og ökklum. Þær búa til meira framdrif í fótatakinu, bæði í uppsparki og niðursparki.
  • TYR Hydroblade eru vinsælustu æfingablöðkurnar í dag, kraftmiklar blöðkur sem reyna á fætur. Þær virka vel í sjó og því frábærar fyrir sjósundið. Kosturinn við þessar blöðkur er sá að þær henta vel fyrir skriðsund til að ná réttum takti sem næst ekki jafn vel með lengri blöðkum.
  • TYR Burner froskalappirnar eru hannaðar til að ná stuttu og hröðu fótataki. Þær eru gerðar úr 100% gúmmíi og eru með grip í hælnum til þess að fóturinn renni ekki né nuddist í þeim. Þær eru einnig með smávegis floti í hælnum. Il fitanna er riffluð til þess að auðvelda spyrnu frá bakkanum.
  • TYR Flexfins froskalappirnar eru lengri og henta því allt frá byrjendum til þeirra sem æfa reglulega og markviss. Þær eru tilvaldar til þess að reyna að ná hraðari eða lengri tíma í lauginni. Við notkun fitjanna styrkir notandinn vöðva í fótleggjum og búk, auk þess að auka liðleika í ökklum. Þær eru gerðar úr 100% gúmmí efni.

Fleiri færslur

Sund
Johanna

Kostir sundiðkunar

Sund er frábær æfing að því leytinu til að þú hreyfir allan líkamann gegn mótstöðu vatnsins og notar hvern einn og einasta vöðva í líkamanum

Read More »
Sundfit blöðkur
Blöðkur
Johanna

Hvernig blöðkur henta þér?

Þessa spurningu fáum við reglulega og það er ekki til neitt eitt rétt svar við þessari spurningu. Það eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í

Read More »