Kostir sjósunds á líkamann og ónæmiskerfið

Svo virðist sem árið 2020 hafi verið árið sem við urðum öll ónæmisfræðingar og fengum daglega hraðnámskeið í því hvernig líkaminn vinnur að því að verja sig gegn ýmsum ógnum í umhverfinu. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt tímabil en það hefur gert marga meðvitaðri um hversu mikilvægt ónæmiskerfið þeirra er og hvernig við getum viðhaldið góðu ónæmiskerfi.

Óhætt er að segja að veirur eins og kórónuveiran hafi verið áberandi undanfarið og hefur hún haft áhrif á alla heimsbyggðina. En það eru mikið af sýklum og veirum í umhverfinu sem getur læðst inn fyrir líkamann og valdið veikindum. Ónæmiskerfið er til staðar til að koma í veg fyrir að bakteríur, sveppir og aðrir sýklar geri þig mjög veikan.

Ein besta leiðin til að styrkja ónæmiskerfið er með því að æfa. Hvers konar hreyfing getur styrkt ónæmiskerfið, en upp að vissu marki. Þ.e.a.s. ef þú setur líkamann í ofþjálfunar ástand getur það í raun dregið úr styrk ónæmiskerfisins.

Fjöldi sönnunargagna benda til þess að sund, sérstaklega í köldu vatni, hafi mjög góð áhrif á  ónæmiskerfið. Reyndar getur sund verið einn af betri valkostum ef þú ert að leita að því að styðja við ónæmiskerfið þitt með hreyfingu. Ýmsar ástæður eru fyrir því og margar þeirra eiga bæði við um sund í sundlaugum og í vatni/sjó. 

Sund í köldu vatni eykur fjölda hvítra blóðkorna
Andstætt gömlum sögusögnum um að fara út á veturna með blautt hárið muni valda kvefi eða flensu, getur sund í vatni, sem er kaldara en líkamshitinn, í raun styrkt getu þína til að standast sýkingar. Ein ástæðan fyrir því er að sýnt hefur verið fram á að sund í köldu vatni eykur fjölda hvítra blóðkorna. Hvít blóðkorn eru hluti af ónæmiskerfinu sem hjálpar líkamanum að berjast gegn sýkingum. Þau eru framleidd í beinmergnum og dreifast um líkamann með blóði, eitlum og vökva. Líkaminn þinn framleiðir fleiri hvít blóðkorn þegar hann verður fyrir streytu og sund í köldu vatni örvar losun þeirra.

Sund losar endorfín sem lækkar streitu og eykur virkni ónæmiskerfisins
Eins og með nánast alla líkamsþjálfun þá losar sundþjálfun endorfín út í líkamann. Hormónið sem eykur vellíðan eftir góða æfingu. Sund í köldu vatni getur losað þetta vellíðunarhormón hraðar og með minni ákefð en í venjulegu sundlaugarvatni.

Sjósund styrkir blóðrásina
Hreyfing og sund hjálpar til við að halda blóðinu á hreyfingu, sem er frábært fyrir ýmsa þætti almennrar heilsu. Þegar blóðrásin styrkist, eykur það getu líkamans til að flytja súrefni og næringarefni til frumna og beinmergs og fjarlægja úrgang úr frumum. Þetta getur dregið úr bólgum og almennt styrkt ónæmiskerfi líkamans.

Sund dregur úr streitu
Í takmörkuðu magni getur streyta verið frábær leið til að gera mann skarpari og er hver þjálfunaraðferð byggð á því að bæta stýrðu magni af streitu á líkama þinn á stigvaxandi hátt til að örva vöxt og framför.

Fleiri færslur

Sund
Johanna

Kostir sundiðkunar

Sund er frábær æfing að því leytinu til að þú hreyfir allan líkamann gegn mótstöðu vatnsins og notar hvern einn og einasta vöðva í líkamanum

Read More »
Sundfit blöðkur
Blöðkur
Johanna

Hvernig blöðkur henta þér?

Þessa spurningu fáum við reglulega og það er ekki til neitt eitt rétt svar við þessari spurningu. Það eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í

Read More »