Aquasport

Um okkur

Fjölskyldufyrirtækið Aquasport er sundverslun sem býður upp á hágæða sundbúnað. Við hjá Aquasport búum yfir áralangri reynslu og þekkingu á sundi, hvort sem það kemur að skólasundi, sjósundi eða atvinnumennsku. Meginmarkið okkar er að veita alhliða þjónustu og ráðgjöf um allt er varðar sund og leggjum mikla áherslu á að vera með traustar og endingargóðar vörur sem passa getu hvers og eins. Ef leiðinni er heitið í sund þá hvetjum við þig til að koma og fá góðar leiðbeiningar til að koma þér af stað. Syntu ekki lengra, allt fyrir sundið hjá Aquasport.

Sagan OKKAR

Aquasport var stofnað árið 1981 í Danmörku af hjónunum Guðmundi og Ragnheiði. Fljótlega fluttu þau til Íslands og ráku verslunina þar þangað til sumarið 2020 þegar þau seldu reksturinn. Þau höfðu mikla reynslu af sundíþróttum auk þess að hafa átt fjögur börn sem stunduðu sundæfingar og keppni um árabil ugm unni til íslandsmeistaratitla. Þau störfuðu einnig við sundþjálfun, kennslu á öllum skólstigum, ráðgjöf og nefndarstörf sem snéru að sundíþróttum á Íslandi og erlendri grundu.

Sumarið 2020 seldu þau svo reksturinn til Arnars Felix Einarssonar. Hann er þaulkunnugur sundinu, æfði og keppti með Breikablik til fjölda ára, aðalgreinin hans var bringusund. Þá þjálfaði hann afrekshópinn hjá Breiðablik í nokkur ár.
Hann á sundskólann Sund sprett þar sem hann hefur kennt börnum og fullorðnum að synda í yfir 20 ár.

Verslunin hefur tekið stakkaskiptum, búið er að koma á fót vefverslun og starfa þar í dag auk Arnars tveir starfsmenn. Þar á meðal Jóhanna Gerða Gústafsdóttir afrekskona í sundi. Hún hefur keppt í flestum greinum sem hægt er að keppa í. Hún hefur verið margfaldur Íslandsmeistari og Íslands methafi, þar sem nokkur metanna standa ennþá. Einnig hefur hún keppt á fjölda stórmóta eins og heimsmeistara- og Evrópumeistaramótum. Hún stundaði nám í Miami í Bandaríkjunum samhliða sundinu, en þar náði hún inn á lokakeppni háskólanna öll fjögur árin, ásamt því að vera valin íþróttakona skólans 2015.

Aquasport sundverslun, Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogur
Sími: 564-0035
Netfang: [email protected]

Aquasport sundverslun er í eigu Tjaldfélagsins ehf. frá 1. júlí 2020:

Tjaldfélagið ehf.
kt. 511119-1700
Álfatúni 16
200 Kópavogur
VSK 137960

Fyrirspurnum, reikningum ofl. má áfram senda á heimilisfang verslunarinnar.