Kostir sundiðkunar

Sund er frábær æfing að því leytinu til að þú hreyfir allan líkamann gegn mótstöðu vatnsins og notar hvern einn og einasta vöðva í líkamanum til þess.

Sundæfing fær hjartað til að slá hraðar en á sama tíma léttir úr streitu líkamans, styrkir vöðva og byggir upp þol. Sund hjálpar þér því að viðhalda heilbrigðu hjarta og lungum.

Sundiðkun hefur róandi áhrif hina andlegu hlið og veitir á sama tíma slökun í formi æfingar. 

Sund eykur liðleika og er því oft mælt með sundi eftir aðgerðir eða ef meiðsli eru annars vegar. Með því að synda getur þú bætt líkamsstöðu þína mikið.

Við búum svo vel á Íslandi að það er oftar en ekki sundlaug í hverju einasta bæjarfélagi og oft fleiri en ein. Það er því um að gera að skella sér í sund, jafnvel í næsta bæjarfélagi eða nágrenni.

Fleiri færslur

Sund
Johanna

Kostir sundiðkunar

Sund er frábær æfing að því leytinu til að þú hreyfir allan líkamann gegn mótstöðu vatnsins og notar hvern einn og einasta vöðva í líkamanum

Read More »
Sundfit blöðkur
Blöðkur
Johanna

Hvernig blöðkur henta þér?

Þessa spurningu fáum við reglulega og það er ekki til neitt eitt rétt svar við þessari spurningu. Það eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í

Read More »