Ekki til á lager

Swim Secure Öryggisflot

4.490 kr.

20 L Flotkútur, kemur í skær appelsínugulum og skær bleikum litum. Flotkútur er nauðsynlegt öryggistæki þegar synt er í sjó, ám og vötnum. Liturinn gerir þig meira áberandi í vatninu sem getur auðveldað björgun og veitir hald ef sundmaður verður þreyttur og þarfnast hvíldar.

Hreinsa
Vörunúmer f803/o Vöruflokkar , , ,

Lýsing

  • Gerir þig áberandi í opnu vatni
  • Einstaklega létt, lítið sem ekkert drag
  • Fullkomið fyrir þjálfun eða viðburði
  • Einstefnuloki og tvískipt uppblásanlegt hólf
  • Stærð óuppblásið – 41cm x 32cm
  • Lengd beltis 58cm to 108cm

Swim Secure öryggiskútur er fullkominn til að auka öryggi þitt og sýnileika í opnu vatni eins og sjósundi. Þú festir beltið um mittið á þér og dregur kútinn á eftir þér í stuttri ól. Kúturinn flýtur á eftir þér og á því ekki að trufla sundtök og aðrar hreyfingar í vatninu.

Kúturinn er einstaklega léttur og er því lítið sem ekkert drag af honum. Kúturinn er með tvískipt uppblásið hólf sem öryggisatriði ef svo ólíklega vildi til að annað þeirra færi að leka við notkun.

Öryggiskúturinn er gerður úr endingargóðu PVC efni og beltið og ólin fylgja með sem bæði eru stillanleg.

Vinsamlegast athugið! Þetta er ekki kútur sem gefur flot þegar synt er, þetta er örygiskútur sem flýtur fyrir aftan sundmaninn á stuttri ól.

Frekari upplýsingar

Veldu lit

Skær appelsínugulur, Skær bleikur