Ægir og Aqua Sport semja enn á ný

Write By: admin Skrifað þann: 19 Jan 2015

Sundfélagið Ægir og Aqua Sport ehf hafa samið um áframhaldandi samstarf. Skrifa var undir samninginn í upphafi síðasta mótshluta á sundkeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalslauginni í gær sunnudag. Það var fyrir réttum 10 árum síðan að þessir aðilar hófu samstarf og hefur Aqua Sport ehf verið einn af aðal styrktaraðilum félagsins síðan þá.
Samningurinn tryggir félögum í Ægi verulegan afslátt af vörum verslunarinnar s.s. TYR sundfatnaði og öllum þeim fylgihlutum sem þarf til æfinga og keppni í sundíþróttum. Nægir þar að nefna sundfatnað, sundfit, korka, kúta, sundgleraugu, hettur og sundspaða. Auk þess styrkir Aqua Sport ehf sundfólk félagsins á ýmsa vegu, bæði beint og óbeint.

Aqua Sport ehf sérhæfir sig í sölu á vörum fyrir sundíþróttir og sundlaugar. Fyrirtækið er til húsa í Bæjarlind 1-3 í Kópavogi. Heimasíða Aqua Sport ehf er www.aquasport.is

Það voru þau Ragna María Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Aqua Sport ehf og Gunnar Valur Sveinsson formaður Ægis sem undirritðuð samninginn.