Fjölnir og Aqua Sport í áframhaldandi samstarfi

Write By: admin Skrifað þann: 8 Jan 2015


Sunddeild Fjölnis og Aqua Sport ehf hafa samið um áframhaldandi samstarf, en samstarf þessara aðila hófst á haustmánuðum árið 2006.
Samningurinn kveður á um styrki til handa helsta sundfólks félagsins, auk verðlauna til sundfólks sem hafa mætt vel og lagt sig sérlega vel fram við æfingar. Þá veitir Aqua Sport ehf félögum í sunddeild Fjölnis veglegan afslátt af TYR sundfatnaði og fylgihlutum til sundiðkunar, auk afsláttar af öðrum vörum sem fyrirtæki hefur á boðstólnum.
Samningurinn tók gildi þann 1. janúar s.l. og gildir í tvö ár. Aqua Sport ehf væntir mikils af samstarfi við sunddeildina, eftir mjög gott samstarf á s.l. 8 árum.

Það voru þau Snorri Olgeirsson formaður sunddeildar Fjölnis og Ragna María Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Aqua Sport - sundverslunar sem staðfestu samninginn með undirskrift sinni og handabandi.