IMG_2808+

OMEGA tímatökubúnaður

Aqua Sport ehf býður OMEGA tímatökubúnað fyrir hina ýmsu íþróttagreinar. Omega er í fremstu röð meðal þeirra fyrirtækja sem framleiða tæki til tímatöku og hugbúnað því tengdu. Fyritækið sér um tímatöku á öllum stæðstu alþjóðlegu meistaramótunum sem haldin eru í sundíþróttinni í heiminum. Nægir þar að nefna Ólympíuleika, heimsmeistaramót, Evrópumót ásamt mörgum fleiri stórmótum.
Á Íslandi eru eingöngu notuð OMEGA tímatökubúnaður á sundmótum. Þau eru til staðar í öllum helstu keppnislaugum landsins. Nægir þar að nefna Sundlaugina í Laugardal, Sundmiðstöðina í Reykjanesbæ, Sundlaug Kópavogs (25m laug) og Ásvallalaug í Hafnarfirði. 
OMEGA býður búnað við allra hæfi, jafnt fyrir sundíþróttir sem og aðrar íþróttagreinar s.s. ráspalla, upplýsingartöflur, markatöflur fyrir knattspyrnuvelli og íþróttahús, tæki og hugbúnað fyrir frálsar íþróttir o.m.fl.
Hafðu samband við okkur og leitaðu frekari upplýsinga.