Sumarleyfi
- Skrifað : 03 06, 2015
Vegna sumarleyfa verður þjónustími Aqua Sport - sundverslunar sem hér segir:
frá mánudegi 9. mars til og með mánudegi 23. mars verður opið virka daga frá
kl. 12 - 17.30
Ægir og Aqua Sport semja enn á ný
- Skrifað : 01 19, 2015
Sundfélagið Ægir og Aqua Sport ehf hafa samið um áframhaldandi samstarf. Skrifa var undir samninginn í upphafi síðasta mótshluta á sundkeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalslauginni í gær sunnudag. Það var fyrir réttum 10 árum síðan að þessir aðilar hófu samstarf og hefur Aqua Sport ehf verið einn af aðal styrktaraðilum félagsins síðan þá.
Samningurinn tryggir félögum í Ægi verulegan afslátt af vörum verslunarinnar s.s. TYR sundfatnaði og öllum þeim fylgihlutum sem þarf til æfinga og keppni í sundíþróttum. Nægir þar að nefna sundfatnað, sundfit, korka, kúta, sundgleraugu, hettur og sundspaða. Auk þess styrkir Aqua Sport ehf sundfólk félagsins á ýmsa vegu, bæði beint og óbeint.
Aqua Sport ehf sérhæfir sig í sölu á vörum fyrir sundíþróttir og sundlaugar. Fyrirtækið er til húsa í Bæjarlind 1-3 í Kópavogi. Heimasíða Aqua Sport ehf er www.aquasport.is
Það voru þau Ragna María Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Aqua Sport ehf og Gunnar Valur Sveinsson formaður Ægis sem undirritðuð samninginn.
Fjölnir og Aqua Sport í áframhaldandi samstarfi
- Skrifað : 01 08, 2015
Sunddeild Fjölnis og Aqua Sport ehf hafa samið um áframhaldandi samstarf, en samstarf þessara aðila hófst á haustmánuðum árið 2006.
Samningurinn kveður á um styrki til handa helsta sundfólks félagsins, auk verðlauna til sundfólks sem hafa mætt vel og lagt sig sérlega vel fram við æfingar. Þá veitir Aqua Sport ehf félögum í sunddeild Fjölnis veglegan afslátt af TYR sundfatnaði og fylgihlutum til sundiðkunar, auk afsláttar af öðrum vörum sem fyrirtæki hefur á boðstólnum.
Samningurinn tók gildi þann 1. janúar s.l. og gildir í tvö ár. Aqua Sport ehf væntir mikils af samstarfi við sunddeildina, eftir mjög gott samstarf á s.l. 8 árum.
Það voru þau Snorri Olgeirsson formaður sunddeildar Fjölnis og Ragna María Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Aqua Sport - sundverslunar sem staðfestu samninginn með undirskrift sinni og handabandi.
LOKAÐ
- Skrifað : 11 30, 2014
Það verður lokað hjá okkur frá 3. - 5. desember 2014 þ.e. miðvikudag, fimmtudag og föstudag.
Opnum aftur laugardaginn 8. desember kl. 10.
KOSTAKJÖR Á TRACER KEPPNISFATNAÐI
- Skrifað : 10 02, 2014
Nú í upphafi keppnistímabilsins býður Aqua Sport sundverslun nú TRACER keppnissundfatnað á frábærum verðum.
Um er að ræða 50-60% aflátt frá listaverðum.
Allar gerðir Jammer hnéskýla kr. 14.990.-
Allar gerðir Short John sundbola kr. 19.990.-
Skoðið nánar á heimasíðu Tracer
TYR bæklingurinn fyrir 2014/2015 komin á netið
- Skrifað : 09 22, 2014
https://issuu.com/tyrsport/docs/2014-2015_tyr_catalog_sgl2/1?e=0
Á marklínu í gleði og þreytu
- Skrifað : 08 10, 2014
Um helgina fór fram Jökulárhlaupið. Tíðindamaður Aqua Sport-sundverslunar var á staðnum við endamarikið og tók nokkrar myndir af keppendum koma í mark. Myndirnar lýsa sálarástandi keppenda, sem í aðalatriðum voru gleði og þreyta. Myndirnar má sjá á https://www.flickr.com/photos/sundfrettir/sets/
Lokun vegna sumarleyfa
- Skrifað : 07 23, 2014
föstudaginn 8. ágúst verður Aqua Sport sundverslun lokuð vegna sumarleyfa.
Opnum aftur mánudaginn 11. ágúst kl. 10.
Ný sending af Hurricane Wetsuit
- Skrifað : 07 22, 2014
Vorum að fá sendingu af Hurricane blautgöllum frá TYR. Eigum nú á lager gallana í eftirtöldum stærðum og gerðum:
Category 1 Karla - Small
Category 3 Karla - Medium, Med/Large, Large, XXLarge
Category 5 Karla - Med/Large, Medium
Category 3 kvenna Large
Paris Open sundmótið 2014
- Skrifað : 07 03, 2014
Um helgina eða nánar tiltekið föstudaginn 4. júlí og laugardaginn 5. júlí fer fram í París alþjóðlegt sundmót - París Open. Mótið er nú haldi áttunda árið í röð. Meðal þátttakenda eru tveir íslendingar, þau Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi og Daníel Hannes Pálsson Fjölni.
Lokað vegna sumarleyfa
- Skrifað : 07 02, 2014
Við lokum Aqua Sport sundverslun föstudaginn 4. júlí n.k. vegna sumarleyfa. Opnum aftur mánudaginn 7. júlí kl. 10.
Yfir Ermasundið í TYR
- Skrifað : 06 24, 2014
Sjö félagar úr sundfélaginu Ægi hafa ákveðið að synda boðsund yfir Ermasundið til styrktar AHC samtökunum á Íslandi. Þau mynda boðsundssveit sem þau nefna Yfirliðið.
Við hjá Aqua Sport sundverslun fengum áhuga á verkefninu og ákvæðum að styrkja Yfirliðið með því styrkja þau með sundfatnaði, sérstökum Íslands sundhettum, hettupeysum og bakpokum.
Sundfitin komin
- Skrifað : 01 21, 2014
Vorum að fá nýja sendingu af Flexfin sundfitunum frá TYR. Þau fást núna í öllum stærum frá nr. 32 - 48.
Myndir frá EM25 í Herning
- Skrifað : 12 24, 2013
Undirritaður vann við framkvæmd Evrópumótsins í Herning fyrr í desember.
Eygló og Anton sundfólks ársins 2013
- Skrifað : 12 24, 2013
Sundsamband Íslands birti í morgun val á sundfólki ársins 2013. Eftirfarandi grein er tekin af heimasíðu SSÍ.
Í samræmi við samþykkt stjórnar SSÍ 4. desember 2013 og fyrri samþykktir SSÍ um val á sundfólki ársins er ljóst að Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi, er sundkona ársins 2013 og Anton Sveinn Mckee, Sundfélaginu Ægi, er sundmaður ársins 2013.
JÓLA- OG NÝÁRSKVEÐJUR
- Skrifað : 12 22, 2013
Aqua Sport - sundverslun óskar viðskiptavinum sínum, samstarfsaðilum
og öðrum velunnurum Gleðilegar Jóla og farsæls komandi árs 2014.
Aqua Sport opnar nýja heimasíðu
- Skrifað : 11 14, 2013
Velkomin á nýja heimasíðu Aqua Sport - sundverslunar.
Það er okkur mikillli ánægju að bjóða þig velkominn á nýju heimasíðuna okkar, sem er unnin í samvinnu við Smartmedia ehf.