5 atriði sem þú þarft að hafa í huga áður en byrjað er í sjósundi

Sjósund er mikið stundað um allt land og er nánast hægt að stinga sér til sunds hvar sem er á Íslandi. Sjósund er talið mjög heilsu styrkjandi, bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu. Sjórinn á Íslandi verður yfirleitt ekki heitari en í kringum 15° á sumrin en fer yfirleitt undir 8° á veturna. Nauðsynlegt er að fara gætilega að þegar haldið er í sjósund, hvort sem það er í fyrsta skipti eða um reyndan sjósundskappa er að ræða. Mikilvægt er að hafa þessi atriði í huga þegar maður stingur sér til sunds í sjónum:

  1. Undirbúa þig vel – kynna þér aðstæður eins og hitastig, sjávarstrauma, veður og hreinleika sjávar.
  2. Hafa einhvern með þér frekar en að fara ein/einn. Það getur komið fyrir hvern sem er að ofkælast, fá krampa eða að missa andann tímabundið.
  3. Gott er að næra sig vel áður en haldið er til sunds.
  4. Klæðast áberandi klæðnaði og vera með öryggisbúnað meðferðis. Svo sem áberandi sundhettu eða öryggisflot.
  5. Hafa hlýjan búnað meðferðis til að skella sér í eftir sundið. Svo sem hlýja peysu eða teppi.
  6. Byrjendum er ráðlagt að synda nálægt ströndinni þar sem hægt er að nálgast landið auðveldlega.

Í Aquasport færðu allt sem þú þarft í sjósundið

Góða skemmtun í sjónum!

Fleiri færslur

Sund
Johanna

Kostir sundiðkunar

Sund er frábær æfing að því leytinu til að þú hreyfir allan líkamann gegn mótstöðu vatnsins og notar hvern einn og einasta vöðva í líkamanum

Read More »
Sundfit blöðkur
Blöðkur
Johanna

Hvernig blöðkur henta þér?

Þessa spurningu fáum við reglulega og það er ekki til neitt eitt rétt svar við þessari spurningu. Það eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í

Read More »